0
Hlutir Magn Verð

Verið velkomin í GG Sport, kjarna útivistar í Reykjavík, fyrirtæki sem hefur vaxið frá því að vera með slöngubáta- og þurrgallaviðgerðir í að vera nauðsynleg stoppistöð þegar velja á útivistarvarning á Íslandi. 
Ævintýrið hófst árið 2005 þegar tveir vinir með sameiginlega ástríðu fyrir útivistar afþreyingu hófu litla starfsemi heima í bílskúrnum.
Í dag hefur fyrirtækið vaxið í GG Sport, yfirgripsmikla útivistar,- ferða- og lífstílsverslun sem er þekkt fyrir hlýleika sinn og notalegt andrúmsloft. 
Þetta er ekki bara einhver verslun, heldur vitnisburður um sanna vináttu, djúpa og sanna löngun fyrir útiveru og ósveigjanlega ævintýraþrá. 

Þegar þú heimsækir GG Sport, þá ert þú ekki aðeins viðskiptavinur, heldur ert þú vinur sem starfsfólk GG Sport metur mikils.
Starfsfólk GG Sport býr yfir mikilli þekkingu á útivistarvarningi og hefur jafn mikla ástríðu fyrir ferðalaginu þínu og þú sjálf/ur. Þú munt fá dýrmætar ráðleggingar og leiðsögn, óskir þú eftir því, sem mun gera útiveruna þína ógleymanlega. 

Með vöruúrval sem spannar allt frá útileguvarningi að göngubúnaði, þá býður GG Sport upp á allt það sem þú mögulega þarft á að halda til þess að upplifa náttúru landsins. 
Hvort sem þú ert reynslubolti með margar ævintýraferðir að baki eða ert að taka þín fyrstu skref í útivist, þá er GG Sport traustur bandamaður þinn svo þú náir sem bestum árangri. 

Punkturinn yfir i-ið er verkstæðið, þar sem þjónusta er veitt á vörum GG Sport. Verkstæðið á rætur sínar að rekja til upprunans í bílskúrnum þar sem vinirnir tveir tóku fyrstu skrefin með GG Sport. Verkstæðið veitir GG Sport bæði traust og skemmtilegan sjarma. 

Næst, þegar þú skipuleggur ævintýraferð, þá skaltu muna eftir GG Sport, þar sem viðskiptavinir eru vinir og náttúran bíður þín. 
Kíktu til okkar, upplifðu sjarmann og láttu ævintýrin hefjast!