Poco burðartaska fyrir barnaburðarstól
9.990kr
Vörunúmer: 10002105

Með Poco burðartösku kemur þú í veg fyrir að Poco barnaburðarpokinn (Poco Plus) verði fyrir hnjaski þegar farið er með hann á milli staða eða hann settur í geymslu. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af lausum ólum eða af því að vandamál skapist við skráningu á barnaburðarpokanum þegar ferðast er með flugfélögum. Hægt er að læsa rennilásnum með nettum lás og sýnilegur gluggi fyrir merkispjald kemur í veg fyrir að barnaburðarpokinn þinn týnist. Á töskunni er gott handfang og þægileg axlaról sem hægt er að taka af, sem auðveldar flutning við ferðalög. Þegar ekki er verið að nota töskuna þá pakkast hún auðveldlega í sinn eigin vasa og fer þá lítið fyrir henni í einu af neðri hólfunum á Poco barnaburðarpokanum.
- Gluggi fyrir merkispjald.
- Læsanlegir rennilásar.
- Axlaról sem má fjarlægja.
- Passar fyrir allar gerðir Osprey Poco barnaburðarpoka.
- Pakkast niður í sinn eigin vasa.