Moka Espesso Pot
12.990kr
Vörunúmer: 65100

Mörgum finnst nýuppáhellt kaffi algjörlega ómissandi í útilegunni, veiðiferðinni og í fleiri ævintýrum. Með Moka Espresso könnunni verður það leikur einn að hella upp á brakandi ferskt kaffi.
Hér er á ferðinni einföld og stílhrein hönnun sem fer vel á útileguborðinu. Þú skrúfar könnuna í sundur, fyllir neðsta hlutann af vatni upp að línunni, kaffið fer því næst í innra hylkið sem smeygist svo ofan á neðsta hlutann, efsti hlutinn fer svo ofan á og kannan á prímusinn sem hitar þá vatnið sem dreifist um könnuna og úr verður fyrirtaks kaffi.
Við bendum á myndband hér fyrir neðan sem sýnir vel hvernig kannan er notuð.
Við mælum með þessari!