0
Hlutir Magn Verð

"Angle Light" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu
Angle Light thumb Angle Light
Angle Light thumb Angle Light
Angle Light thumb Angle Light
Angle Light thumb Angle Light

Angle Light

2.990kr

Vörunúmer: Neb-7007-G

 
Nebo
Uppselt

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Angle Light ljósið frá Nebo er létt, fyrirferðalítið og fjölhæft COB LED vinnuljós/lukt sem gefur bjartan og hvítan ljósgeisla í 220 lumens styrk. 
Ljósið hefur mikið notagildi og er hringlaga í hönnun, með COB LED ljósgjöfum í miðju sem eru umkringdir af silfruðu endurskini sem gefur breiðan ljósgeisla sem nær í 19m breidd/fjarlægð, sem gerir þetta sniðuga ljós tilvalið sem vinnuljós þar sem þú þarft birtuna til staðar á þínu nærsvæði. 
Á hliðinni er stór takki sem þrýst er á til þess að kveikja/slökkva á ljósinu. Á ljósinu er sterkur segulflötur sem gerir þér kleift að nota ljósið handfrjálst, sem auðveldar alla vinnu t.d. við bílinn í bílskúrnum eða við smíðar úti í skúr. Einnig er hægt að hengja ljósið upp á festingu sem hægt er að draga út úr ljósinu. 
Hægt er að draga ljósið út að framanverðu og halla því um 180° til þess að ná fram bestu mögulegu birtuskilyrðum hverju sinni, hvort sem ljósið er á flötum grunni, hangandi eða uppljómað á vinnusvæði í bílskúrnum. 

  • Nota þarf 3xAAA rafhlöður með ljósinu. 
  • Ljósgeislinn spannar 19m svæði
  • Tegund ljósgjafa: COB LED 
  • Rafhlöður: 3x AAA
  • Þyngd: 91gr
  • Stærð: 80 x 38x 85mm
  • Efni: ABS uppbygging með gúmmí áferð
  • Vatnsvarið (IPX4)
  • Inniheldur: Nebo Angle ljós, 3xAAA rafhlöður, leiðbeiningar