0
Hlutir Magn Verð

"Nemesi 2 Pro" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu
Nemesi 2 Pro thumb Nemesi 2 Pro
Nemesi 2 Pro thumb Nemesi 2 Pro
Nemesi 2 Pro thumb Nemesi 2 Pro
Nemesi 2 Pro thumb Nemesi 2 Pro

Nemesi 2 Pro

47.990kr

Vörunúmer: 91212MOOFR

 
Ferrino
Uppselt

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Nemesis 2 Pro er létt og vandað tveggja manna tjald, tilvalið fyrir göngufólk og hjólreiðafólk sem vill gott skjól á ferðalaginu. Lítið fer fyrir tjaldinu og það er því mjög heppilegt í ferðalögin þegar þyngd skiptir máli. Tjaldið er traust, þægilegt í að vera og auðvelt er að setja það upp. Meðfærilegt og pakkast niður í 16 x 38 cm stærð og því auðvelt að koma því fyrir í farangrinum. Pláss í fortjaldi fyrir bakpoka og skó. 

  • Tjaldhiminn: Ribstop eldtefjandi pólýester með límdum saumum (70D), 3000 mm/cm2 vatnsvörn 
  • Innra byrði: Polýester Ripstop 70D eldtefjandi efni með flugnaneti
  • Tjaldbotn: Eldtefjandi pólýester með límdum saumum, 8000 mm/cm2 vatnsvörn 

Gert úr eldtefjandi efnum sem samræmast reglum CPAI-84. Moskító net að innanverðu með eldtefjandi áferð. Innra tjaldið er hengt með krækjufestingum á súlugrindina sem er kúlulaga. Tjaldhiminn smeygist auðveldlega yfir og er festur með einföldum hætti (sjá myndband hér fyrir neðan þar sem sést þegar tjaldið er sett upp). Hægt er að opna innra tjaldið að fullu með rennilás og festa aðalhurð upp fyrir gott aðgengi í fortjald. Hægt er að stilla fjarlægð milli tjaldhimins og grunns til þess að hafa áhrif á loftflæði (gott að stjórna með tilliti til veðurs). 

  • 3000 mm/cm2 vatnsvörn á tjaldhimni, polýester ripstop 70D
  • 8000 mm/cm2 vatnsvörn á tjaldbotni, polýester 70D
  • Eldtefjandi efni
  • Fortjald nær mest 60 cm frá innra tjaldi
  • Tveir inngangar inn í tjaldið, með fortjaldi
  • Límdir saumar á himni og botni hámarka vatnsheldni
  • Op á flugnaneti opnanleg að fullu
  • Súlur úr hertu áli (7001 T6 dúrál), þolmiklar og sterkar
  • Hælar úr áli (léttir og sterkir)
  • Vasar að innanverðu fyrir smáhluti
  • Hægt er að lyfta svuntu frá á hlið og festa (fyrir loftflæði inn í tjaldið)
  • Viðgerðarsett
  • Krókur að innanverðu fyrir ljós
  • Poki fylgir (til að pakka saman svo lítið fari fyrir)
  • Mjög auðvelt í uppsetningu
  • Nemesi 2 Pro er sannarlega gott göngutjald! 
  • Lágmarks þyngd: 2,1 kg
  • Hámarks þyngd: 2,2 kg 
  • Pökkunarstærð: 16 X 36 cm
  • Lengd: 210 cm
  • Mesta breidd á innra tjaldi: 135 cm
  • Mesta hæð: 110 cm
  • Pökkunarstærð: 16 x 38 cm